Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, lagði fram tveir fyrirspurnir á fundi bæjarráðs á fimmtudag. Báðar snúast um tónleika poppstjörnunnar Justins Timberlakes, en Sigurjón óskar eftir að fá að vita hvað Kópavogsbær og einstakir starfsmenn hafi fengið marga miða á tónleikana að gjöf.
Önnur fyrirspurnin varðar boðsmiða á tónleikana, sem fóru fram 24. ágúst sl. í Kórnum. Hún er svohljóðandi:
„Hvað fékk Kópavogsbær og einstakir starfsmenn marga miða að gjöf frá Senu á tónleika Justins Timberlakes? Hverjir fengu slíka miða að gjöf frá Senu? Telur þú að það samræmist siðareglum kjörinna fulltrúa og stjórnenda bæjarins að þiggja slíkar gjafir frá viðskiptamanni Kópavogsbæjar?“
Hin fyrirspurnin snýst um tekjur og útgjöld vegna tónleikanna. Hún er svohljóðandi:
„Í kjölfar vel heppnaðra tónleika Justins Timberlakes í húsakynnum Kópavogsbæjar spyr ég bæjarstjóra hverjar tekjur bæjarins voru af leigu og öðru umstangi í kringum tónleikana og þurfti Kópavogsbær að leggja út í einhvern kostnað vegna þeirra?“