„Sumir jafnari en aðrir“

Reynir Traustason, ritstjóri DV, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður.
Reynir Traustason, ritstjóri DV, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. mbl.is/Ómar

Sig­urður G. Guðjóns­son skrifaði seint í gær pist­il inn á vef­inn Press­an.is, þar sem hann lýs­ir því hvernig Reyn­ir Trausta­son, rit­stjóri DV, hafi fallið á eig­in bragði með því að dreifa hlut­um sín­um í fé­lag­inu DV ehf. milli vina og skyld­menna.

Sig­urður lýsti stöðunni í meg­in­at­riðum í frétt á mbl.is í gær, en fer í pistli sín­um nán­ar yfir málið.

„Hjá dýr­un­um í Dýra­bæ voru öll dýr­in jöfn í upp­hafi. Síðar gerðist það að sum urðu jafn­ari en önn­ur og þurftu þá ekki að lúta al­menn­um og samþykkt­um regl­um.  Þannig reynd­ist það vera í DV ehf. í dag (föstuag).

Reyn­ir Trausta­son reynd­ist hafa verið mest jafn­ast­ur af hlut­höf­um DV ehf. fram til þess að gengið var til dag­skrár á aðal­fundi í DV ehf. klukk­an liðlega fimm  í dag (föstu­dag). Fram til þess tíma höfðu tveir skriff­inn­ar á veg­um meiri­hluta stjórn­ar DV ehf. verið að út­búa at­kvæðaseðla. Öll sú vinna miðaði að því að hafa at­kvæðis­rétt af hlut­höf­um sem meiri­hluti stjórn­ar hafði vanþókn­un á og færa Reyni Trausta­syni auk­in völd.“

Þetta seg­ir Sig­urður G. Guðjóns­son í pistli sín­um á Press­unni. Þar seg­ir einnig:

„Reyn­ir Trausta­son átti hlut í DV ehf. að nafn­verði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heild­ar hluta­fé fé­lags­ins þegar stjórn­ar­fund­ur­inn byrjaði. Þegar Reyn­ir Trausta­son var bú­inn að troða því í gegn­um stjórn, að eng­inn hlut­hafi færi með meira en 5% at­kvæðis­rétt­ar á aðal­fund­in­um, brá hann á það ráð til að tryggja að eng­inn hluta hans færi í súg­inn með því að selja vin­um og vanda­mönn­um hluti sína, urðu börn hans þannig skyndi­lega hlut­haf­ar í fé­lag­inu og hef­ur verið splæst DV-forsíðum í gegn­um tíðina á minni skandala.

Meiri­hluti stjórn­ar DV ehf. samþykkti þessa ráðstöf­un, enda liður í því að hún gæti ráðið fé­lag­inu án þess að taka nokkra fjár­hags­lega ábyrgð á því.“

Pist­ill Sig­urðar í heild

Vindar blása um DV.
Vind­ar blása um DV. mbl.is/​Sverr­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert