Dregst gosið saman í einn megingíg?

Mynd af eldgosinu sem Jarðvísindastofnun birti í morgun.
Mynd af eldgosinu sem Jarðvísindastofnun birti í morgun. mynd/Jarðvísindastofnun

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður segir á bloggsíðu sinni að gosið sem hófst á ný í Holuhrauni minni á Kröflueldana að því leyti að það fari vaxandi og gæti þess vegna tekið upp á því að dragast saman að mestu í einn gíganna, sem yrði þá langstærstur.

Ómar segir að stærsti gígurinn yrði kannski svipaður stórum rauðum gíg sem myndaðist syðst í Holuhrauni í eldgosinu 1797, en hann birtir mynd af honum á facebooksíðu sinni.

„Fari þetta svona gæti landslagið á söndunum milli Dyngjujökuls og Öskju breyst talsvert við tilkomu stórs gígs á miðjum sandinum,“ skrifar Ómar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert