Hraunið er nokkurra metra þykkt

Strókarnir eru talsvert háir.
Strókarnir eru talsvert háir. Ljósmynd/Ármann Höskuldsson

Hraun­straum­ur­inn frá gos­inu í Holu­hrauni var u.þ.b. 1 km breiður og um 3 km lang­ur til norðaust­urs um kl. 07:30. Hraunið er talið nokk­urra metra þykkt og flæðið var að lík­ind­um um 1000 m3 á sek.

Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði, sagði í sam­tali við RÚV í há­deg­inu að hraun­streymið í þessu eld­gosi væri held­ur meira en í Eyja­fjalla­jök­uls­gos­inu.

Fund vís­inda­mannaráðs Al­manna­varna sitja vís­inda­menn frá Veður­stofu Íslands og Jarðvís­inda­stofn­un Há­skól­ans ásamt full­trú­um frá Al­manna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra. Hon­um lauk skömmu fyr­ir há­degi.

Hraungos hófst í Holu­hrauni lík­lega upp úr kl. 04 í nótt, á sama stað og gaus fyr­ir tveim­ur dög­um. Sprung­an virðist vera u.þ.b. 1,5 km löng. Tekið var eft­ir því á vef­mynda­vél Mílu um 05:51. Færri skjálft­ar fylgja gos­inu en því fyrra, en meira hraun kem­ur upp.

Skjálfta­virkni hef­ur verið lít­il á gossvæðinu. Um 500 skjálft­ar hafa mælst á svæðinu, sá stærsti 3,8 í Bárðarbungu­öskj­unni. Óveður á svæðinu ger­ir það að verk­um að minni skjálft­ar grein­ast verr.

GPS-mæl­ing­ar sýna áfram­hald­andi gliðnun á svæðinu norðan Dyngju­jök­uls. Gas­bólstr­ar rísa frá sprung­unni í nokk­ur hundruð metra hæð.

Veður­skil­yrði gera erfitt að fylgj­ast með gos­inu en vís­inda­menn eru á staðnum og nota hvert tæki­færi til þess að afla upp­lýs­inga um kviku- og gasút­streymi.

At­hugað verður hvort hægt er að fljúga yfir gosstöðvarn­ar síðar í dag en veður haml­ar flugi í augna­blik­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert