Jafnvel 50 sinnum stærra en gosið á föstudaginn

Hraunið hefur runnið bæði til austurs og vesturs.
Hraunið hefur runnið bæði til austurs og vesturs. Ljósmynd/Ármann Höskuldsson

„Það sem við vit­um er að það hófst veru­legt eld­gos, mun stærra en það sem var fyr­ir tveim­ur dög­um. Það er marg­falst stærra, hvort það er 10 eða jafn­vel 50 sinn­um stærra. Gosið er alla­vega miklu stærra,“ seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son, jarðeðlis­fræðing­ur, um gosið sem stend­ur yfir í Holu­hrauni.

„Milli sjö og átta í morg­un var um kíló­metra breiður og þrigga kíló­metra lang­ur hrauntaum­ur bú­inn að mynd­ast frá gosstöðvun­um. Við met­um það svo, sem er vissu­lega mjög gróft áætlað, að það séu um 1.000 rúm­metr­ar á sek­úndu að koma upp úr þess­ari sprungu. Til sam­an­b­urðar renna tæp­lega 200 rúm­metr­ar á sek­úndu í Jök­ulsá á Fjöll­um,“ seg­ir Magnús Tumi.

Vef­mynda­vél­ar Mílu góðar í góðu skyggni

„Vef­mynda­vél­ar Mílu (hér og hér) sýna svæðið mjög vel, þegar skyggni er gott, og þær sýna að það er full­ur gang­ur í þessu ennþá.“ H

ann seg­ir ekk­ert vitað um hversu lengi gosið muni halda áfram. „Það gæti staðið í ein­hverja klukku­tíma með þess­um krafti, eða ein­hverja daga og jafn­vel vik­ur. Ef það yrði vik­ur, þá dreg­ur nú vænt­an­lega eitt­hvað úr þessu.“

Magnús Tumi seg­ir að sprung­an sýni að gat sé komið gat á kviku­gang­inn, þannig að upp úr hon­um flæðir heil­mikið hraun. Hann seg­ir mæl­ing­ar ekki ekki liggja fyr­ir um hvort jafn­mikið renni úr Bárðarbungu inn í kviku­gang­inn og upp úr sprung­inni, en það gæti verið svipað magn.

„Við erum ekki með ná­kvæm­ar töl­ur til að geta full­yrt það á þess­ari stundu. Það verður mjög áhuga­vert í kvöld þegar það koma niður­stöður úr GPS mæl­ing­um eft­ir að gosið hófst.“ Þá komi nýj­ar mæl­ing­ar um hvort og þá hvaða áhrif gosið hafi á þá gliðnun sem hef­ur mælst und­an­farn­ar tvær vik­ur.

Flæði kviku í upp­hafi meira en í Eyja­fjalla­jökli

„Þetta er tölu­vert eld­gos. Þó svo það sé erfitt að bera svona gos sam­an við sprengigos eins og það sem varð í Eyja­fjalla­jökli, þá er meira magn af kviku að koma upp úr sprung­unni held­ur en þegar mest lét í því gosi,“ seg­ir Magnús Tumi.

Áhrif­in eru þó tölu­vert öðru­vísi. „Þetta er flæðigos, það er eig­in­lega eng­in gjósku­mynd­un svo að þetta er einn besti staður lands­ins til að fá svona veru­legt gos. Þarna er nóg pláss og eng­in mann­virki í hættu eða slíkt. Við horf­um bara á þessa gríðarlegu miklu land­mót­un.“

Óljóst hvað ger­ist næst

Magnús Tumi seg­ir ekki ljóst hvað ger­ist næst. Ekki er úti­lokað að sprung­an stækki í átt að jökl­in­um, og opn­ist jafn­vel und­ir hon­um. „Það er mögu­leiki en það er óljóst.“ Að sama skapi gæti eld­gosið hætt og elds­um­brot­um lokið.

Eld­gosið og þær hrær­ing­ar sem hafa orðið á und­an­förn­um vik­um hafa verið born­ar sam­an við Kröf­u­elda. Magnús Tumi seg­ir það ekki fjarri lagi.

„Í meg­in­at­riðum er þetta mjög svipað. Kröflu­eld­ar voru all­rosa­leg­ir og stóðu í tæp­an ára­tug. Við höf­um eng­ar for­send­ur til að segja til um hvort þetta klár­ar sig í ein­um at­b­urði sem er yf­ir­standand, eða hvort þetta sé upp­hafið á röð at­b­urða.“

Viðbúnaður hef­ur ekki verið auk­inn í sveit­un­um norðan Vatna­jök­uls, en viðbúnaður hef­ur samt sem áður verið nokkuð mik­ill und­an­farna daga. Fólk frá Jarðvís­inda­stofn­un Há­skól­ans, Veður­stof­unni og er­lend­um sam­starfsaðilum þeirra eru á svæðinu.

„Þetta er á ann­an tug manna og eru að gera mæl­ing­ar eins og aðstæður leyfa. Þau eru okk­ar aðal­upp­lýs­inga­veita um það sem í gangi er þarna. Það viðrar ekki til flugs í dag þannig að við mun­um treysta á, meðan ekk­ert stór­kost­legt ger­ist, að þeir sem eru á svæðinu geti fylgst með því sem er að ger­ast.“

Magnús Tumi seg­ir menn búna und­ir að sprung­an leng­ist upp í jök­ul­inn. „En það er ekk­ert sér­stakt sem bend­ir til þess að það ætli að gera það á þess­ari stundu.“

Magnús Tumi í TF-SIF.
Magnús Tumi í TF-SIF. Friðrik
Gosið í Holuhrauni er enn öflugt eins og þetta skjáskot …
Gosið í Holu­hrauni er enn öfl­ugt eins og þetta skjá­skot af vef­mynda­vél Mílu á Bárðarbungu sýn­ir. Úr vef­mynda­vél Mílu
Vísindamenn fengu ágætt tækifæri til að mynda gosið í morgun …
Vís­inda­menn fengu ágætt tæki­færi til að mynda gosið í morg­un áður en veðrið versnaði. Ljós­mynd/Á​rmann Hösk­ulds­son
Strókarnir eru 20-30 metra háir.
Strók­arn­ir eru 20-30 metra háir. Ljós­mynd/Á​rmann Hösk­ulds­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert