„Ég er ekki viss um að þetta sé aska, líklegra er að þetta sé afleiðingar moldroksins norður af Vatnajökli,“ sagði Einar Guðmann, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, en diskur sem hann setti út á Akureyri var mjög óhreinn í morgun.
Einar segist oft setja út disk þegar jarðhræringar séu í gangi. Í morgun hafi diskurinn ekki lengur verið hvítur, en hann telur líklegast að ástæðan sé hið mikla moldrok sem hafi verið á Norðausturlandi.
Svo mikið sandrok er við eldstöðvarnar í Holuhrauni að lítið sést í eldgosið. Vindáttin er í norðvestur og því ekki ólíklegt að fínn foksandur hafi náð til Akureyrar.