Nýjar myndir af eldgosinu

Ármann Hösk­ulds­son jarðvís­indamaður tók mynd­ir af eld­gos­inu í Holu­hrauni í morg­un, en þá var tals­verður kraft­ur í gos­inu. Mynd­irn­ar birti hann á face­booksíðu Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands.

Ármann er í hópi vís­inda­manna sem stadd­ir eru á svæðinu. Þeir hafa staðfest að gosið sé sam­fellt og frek­ar hljóðlátt. Þeir horfðu á gosið í um tvo klukku­tíma, en óku síðan til baka enda fór veður versn­andi. Mikið sandrok fylg­ir veðrinu og sést nán­ast ekk­ert til goss­ins á vef­mynda­vél Mílu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert