„Þetta er mun öflugra gos“

Svona leit gosið út snemma í morgun.
Svona leit gosið út snemma í morgun. Ljósmynd/Sveinbjörn Steinþórsson

„Þetta er miklu öfl­ugra gos en síðast. Það er miklu, miklu meira hraun að koma í þessu gosi en hinu gos­inu,“ seg­ir Svein­björn Steinþórs­son, tækni­maður frá Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands, en hann skoðaði eld­gosið í Holu­hrauni í morg­un, ásamt fleiri vís­inda­mönn­um.

„Strók­arn­ir eru 20-30 metra háir. Það eru eng­ar spreng­ing­ar í gos­inu. Gosið kom upp á ná­kvæm­lega sama stað og um dag­inn, nema að sprung­an nær 700-800 metr­um lengra til norðurs. Sprung­an er kom­in út á sand­inn, þ.e. út fyr­ir Holu­hraunið.

Þetta er miklu meira hraun en var í gos­inu um dag­inn. Virkn­in er stöðug á um 1.200 metra langri sprungu. Það er einn gíg­ur syðst á sprung­unni sem stend­ur stak­ur, en síðan gýs á allri sprung­unni.“

Svein­björn sá líka gosið sem byrjaði 29. ág­úst. Það gos stóð aðeins í um fjóra klukku­tíma. „Það gos dó eig­in­lega strax. Það dró úr því þegar við vor­um að keyra frá Holu­hrauni, en byrjaði svo aft­ur í smá­stund. Þetta eld­gos er búið að vera í gangi síðan við kom­um um klukk­an sex í morg­un og það virðist ekk­ert vera að falla niður. Það breytt­ist lítið meðan við fylgd­umst með því. Það jókst aðeins meðan við vor­um að keyra að því og hef­ur verið óbreytt í um tvo klukku­tíma. Það er komið tals­vert mikið hraun hérna aust­an meg­in við sprung­una, en við sjá­um ekki hvað það er komið mikið hraun vest­an meg­in.“

Vís­inda­menn­irn­ir sneru frá gosstöðvun­um um klukk­an átta í morg­un. Veður var þá farið að versna. Tals­vert mik­ill sand­storm­ur er á svæðinu og þurrt. Spáð er versn­andi veðri fyr­ir aust­an þegar líður á dag­inn.

Sveinbjörn Steinþórsson, tæknimaður frá Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland.
Svein­björn Steinþórs­son, tækni­maður frá Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Ísland. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert