Umsóknirnar fleiri en var áætlað

Alls hafa um 89 þúsund umsóknir hafa borist, þ.e. bæði …
Alls hafa um 89 þúsund umsóknir hafa borist, þ.e. bæði vegna leiðréttingar á höfuðstóli verðtryggðra lána og vegna ráðstöfunar á séreignasparnaði. mbl.is/Sigurður Bogi

Rúm­lega 65 þúsund um­sókn­ir hafa borist til rík­is­skatt­stjóra um leiðrétt­ingu á höfuðstóls­lækk­un verðtryggðra lána síðan opnað var fyr­ir um­sókn­ir um miðjan maí­mánuð. Bakvið þær um­sókn­ir standa um 107 þúsund kenni­töl­ur.

Um­sókn­irn­ar eru fleiri en upp­haf­lega var áætlað að sögn Tryggva Þórs Her­berts­son­ar, verk­efn­is­stjóra um fram­kvæmd höfuðstóls­lækk­un­ar íbúðalána. Reikn­ar hann með því að sum­ar um­sókn­anna séu ekki gild­ar vegna geng­islána.

Um 24 þúsund manns hafa sótt um óskerta greiðslu til þess að ráðstafa sér­eigna­sparnaði til greiðslu hús­næðislána eða hús­næðis­sparnaðar. Skil­yrði fyr­ir leiðrétt­ingu er að lán­in séu tryggð með veði í íbúðar­hús­næði og að þau séu jafn­framt grund­völl­ur til út­reikn­ings vaxt­ar­bóta.  

Í báðum til­fell­um er um að ræða tíma­bund­in skatt­frjáls úrræði til þriggja ára er varða greiðslu iðgjalda inn á lán, en fimm ár er varða hús­næðis­sparnað.

Hægt að sækja um á morg­un

Fyrstu niður­stöður er varða verk­efnið munu liggja fyr­ir um næstu mánaðamót. Þá kem­ur meðal ann­ars í ljós hvort fjöldi um­sókna hef­ur áhrif á greiðslur. Fyrsta greiðslan inn á höfuðstól lána mun svo eiga sér stað hinn 1. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Um­sókn­ar­frest­ur fyr­ir leiðrétt­ingu á höfuðstóls­lækk­un verðtryggðra lána renn­ur út á miðnætti á morg­un, 1. sept­em­ber, en á miðnætti í dag fyr­ir ráðstöf­un á sér­eigna­sparnaði inn á veðlán fyr­ir júlí og ág­úst.

Hægt er að sækja um höfuðstóls­lækk­un og ráðstöf­un á sér­eign­ar­sparnaði inn á veðlán á heimasíðunni lei­drett­ing.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert