Hvellurinn kerfinu ofviða

Vatnshæðin á heimili Guðrúnar Gunnarsdóttur í Hátúni var 40 sentímetrar.
Vatnshæðin á heimili Guðrúnar Gunnarsdóttur í Hátúni var 40 sentímetrar. mbl.is/Golli

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu fékk tæp­lega 40 út­köll vegna vatns­tjóns í íbúðum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær­morg­un og fyrranótt. Þá voru iðnaðar­menn víða kallaðir til aðstoðar.

Flest voru út­köll­in í Túna­hverfi í Reykja­vík og þurfti slökkviliðið meðal ann­ars að sinna út­köll­um vegna vatns­tjóns í Há­túni 1, 3, 5, 7, 9, og 11.

Guðrún Gunn­ars­dótt­ir, eig­andi að Há­túni 7, var vak­in af leigj­anda í fyrrinótt þegar vatns­elg­ur­inn í íbúð henn­ar var um 40 sm hár. „Kett­irn­ir vöktu leigj­and­ann sem óð í vatn­inu og vakti mig,“ seg­ir Guðrún.

Þá sinnti slökkviliðið m.a. út­kalli í Breiðagerðis­skóla í Gerðunum þar sem vatn hafði flætt um alla ganga, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um hjálp­ar­út­köll helgar­inn­ar  í Morg­un­blaðinu í dag.

Niðurföll stífluðuðst víða og mikið vatn safnaðist fyrir á götum …
Niður­föll stífluðuðst víða og mikið vatn safnaðist fyr­ir á göt­um úti. Helst er það lauf sem stífl­ar niður­föll í fyrstu haust­lægð árs­ins mbl.is/​Golli
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka