Hvellurinn kerfinu ofviða

Vatnshæðin á heimili Guðrúnar Gunnarsdóttur í Hátúni var 40 sentímetrar.
Vatnshæðin á heimili Guðrúnar Gunnarsdóttur í Hátúni var 40 sentímetrar. mbl.is/Golli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tæplega 40 útköll vegna vatnstjóns í íbúðum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærmorgun og fyrranótt. Þá voru iðnaðarmenn víða kallaðir til aðstoðar.

Flest voru útköllin í Túnahverfi í Reykjavík og þurfti slökkviliðið meðal annars að sinna útköllum vegna vatnstjóns í Hátúni 1, 3, 5, 7, 9, og 11.

Guðrún Gunnarsdóttir, eigandi að Hátúni 7, var vakin af leigjanda í fyrrinótt þegar vatnselgurinn í íbúð hennar var um 40 sm hár. „Kettirnir vöktu leigjandann sem óð í vatninu og vakti mig,“ segir Guðrún.

Þá sinnti slökkviliðið m.a. útkalli í Breiðagerðisskóla í Gerðunum þar sem vatn hafði flætt um alla ganga, að því er fram kemur í umfjöllun um hjálparútköll helgarinnar  í Morgunblaðinu í dag.

Niðurföll stífluðuðst víða og mikið vatn safnaðist fyrir á götum …
Niðurföll stífluðuðst víða og mikið vatn safnaðist fyrir á götum úti. Helst er það lauf sem stíflar niðurföll í fyrstu haustlægð ársins mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert