Túnfiskur frá Íslandi vakti athygli í Japan

Túnfiskur á línunni sem Jóhanna Gísladóttir GK lagði.
Túnfiskur á línunni sem Jóhanna Gísladóttir GK lagði.

Túnfiskur frá Íslandi sem seldur var á fiskmarkaði í Tókíó í síðustu viku vakti nokkra athygli.

Hver fiskur var seldur á um 680 þúsund krónur að meðaltali, en meðalvigt fiskanna, eins og þeir voru seldir, var 132 kíló. Fyrir hvert kíló fengust því rúmlega fimm þúsund krónur, en vonir standa til að hærra verð fáist fyrir túnfisk þegar líður á haustið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að í gær var 14 túnfiskum landað í Grindavík í viðbót við þá 11 sem áður var búið að veiða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert