„Nú er það sem sagt forgangsverkefni nýrrar borgarstjórnar sem kemur saman á þriðjudaginn að búa til nýtt ráð fyrir Pírata.“
Þetta segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag, en á fundi borgarstjórnar á morgun verður formlega gengið frá stofnun nýs stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt málefnasáttmála meirihlutaflokkanna fellur formennska í ráðinu í hlut borgarfulltrúa Pírata.
„Auðvitað er það óskiljanlegt að borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna skuli telja það í lagi að grauta í stjórnkerfi borgarinnar í þeim tilgangi að fjölga valdastöðum svo allir í meirihlutanum fái sitt,“ segir Júlíus Vífill ennfremur.