69 þúsund umsóknir um leiðréttingu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra héldu blaðamannafund …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra héldu blaðamannafund í desember þar sem skuldaleiðréttingin var kynnt. mbl.is/Ómar

Alls bárust 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra lána, en umsóknarfrestur rann út í gær. Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda.

Frestur til að sækja um höfuðstólsleiðréttingu á verðtryggðum fasteignalánum í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun lána og

þar um, rann út í gær, 1. september. 

Sótt var um til ríkisskattstjóra og bárust embættinu alls um 69 þúsund umsóknir frá 105 þúsund einstaklingum. Tekið var við umsóknum á vefsíðunni www.leidretting.is frá 18. maí sl.

Frá 28. maí hefur jafnframt verið mögulegt að sækja um til ríkisskattstjóra að ráðstafa séreignarsparnaði inn á fasteignaveðlán. Heimildirnar taka til iðgjalda

. Frestur til þess að sækja um ráðstöfun séreignarsparnaðar fyrir tímabilið frá 1. júlí 2014 er útrunninn. Umsóknir sem gerðar eru eftir 31.ágúst taka gildi frá því að þær berast og taka til launatímabila frá sama tíma.

Þá geta einstaklingar sem ekki eiga íbúðarhúsnæði til eigin nota sótt um fram til 30. júní 2019  að nýta séreignarsparnað sem aflað var á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 til kaupa eða byggingar á húsnæði til eigin nota. Tekið er við slíkum umsóknum á www.leidretting.is. Í gærkvöldi höfðu 27.500 einstaklingar sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði inn á fasteignaveðlán. 

Framkvæmd lækkunar á verðtryggðum lánum fer fram í tveimur áföngum sem lokið verður árið 2014. Í fyrri áfanga mun ríkisskattstjóri vinna úr umsóknum og niðurstaða útreikninga verður í framhaldinu birt umsækjendum. Vinnsla umsókna er nú þegar hafin og er gert ráð fyrir að henni ljúki á nokkrum vikum.

Í seinni áfanga verður fjárhæð til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra fasteignalána ráðstafað inn á lán. Umsækjendur þurfa að samþykkja ráðstöfunina með rafrænni undirritun. Nýtt eru rafræn skilríki sem fáanleg eru á kortum og símum. Þetta er gert til að tryggja öryggi umsækjenda og eflir örugg rafræn viðskipti á Íslandi. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar munu rafrænar undirskriftir verða notaðar í ríkari mæli í framtíðinni, svo sem við vefskil á skattframtölum til ríkisskattstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert