Stöður skapaðar fyrir stjórnmálamenn

mbl.is/Ómar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu því á borgarstjórnarfundi í dag að stjórnkerfi borgarinnar væri blásið út í þeim tilgangi að skapa nýjar stöður fyrir stjórnmálamenn. Vísuðu þeir þar til nýs ráðs sem nefndist Stjórnkerfis- og lýðræðisráð og meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Pírata ætluðu að koma á fót. Tilgangurinn með því væri vægast sagt óljós og engin undirbúningsvinna hefði farið fram vegna stofnunar þess.

„Stjórnkerfisnefnd borgarinnar hefur t.d. engu áliti skilað og enginn innan eða utan borgarkerfisins hefur verið spurður álits. Engir ráðgjafar og stjórnsýslufræðingar hafa verið fengnir að skoða þetta mál og leggja mat á þessar breytingar. Engar kostnaðaráætlanir liggja fyrir. Þegar borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn í borgarráði um þann kostnað sem fylgir því að stofna þetta nýja ráð innan borgarkerfisins var óskað eftir fresti til að svara því vegna þess að þær tölur liggja einfaldlega ekki fyrir og virðast ekki skipta neinu máli,“ segir í fréttatilkynningu.

Stofnun þessa nýja ráðs væri að öllu leyti ófagleg og óþörf. „Hún lýsir viðhorfum stjórnmálamanna sem telja að kerfið sé fyrir sig til að skipta og versla með sín á milli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert