„Ríkið hefur afar víðtækar heimildir til skattlagningar. Það hefur verið staðfest í fjölmörgum dómum Hæstaréttar. Það eru því afar litlar líkur á að þrotabú Glitnis hafi erindi sem erfiði, fari svo að það ákveði að fara dómstólaleiðina vegna bankaskattsins.“
Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna áforma þrotabús Glitnis um að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort ríkinu sé heimilt að leggja bankaskatt á búið. Karl segir að það yrði ekki í fyrsta sinn sem þrótabúið tapaði dómsmáli.
„Það er greinilegt að fjölmargir í þjóðfélaginu sjá sér hag í því að búa til sem mestan ótta hjá almenningi vegna skuldaleiðréttingarinnar - þetta eru hinir sömu og töldu það ótækt að skuldir hins almenna borgara yrðu leiðréttar þrátt fyrir að fyrirtækin hefðu fengið sitt, gengislánafólkið hafði fengið sitt, auk fjölmargra annarra. Daprari verður málflutningurinn vart.“