Nýir erlendir fjárfestar taka þátt í gullleit á Íslandi í samstarfi við íslenska gullleitarfélagið Melmi. Félagið hefur fengið framlengt leyfi til málmleitar hér á landi.
Erlendu fjárfestarnir munu leggja fáein hundruð milljóna í rannsóknirnar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Á móti fá þeir vissan rétt til að koma að vinnslunni, ef gull finnst í vinnanlegu magni, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.
Nýja rannsóknarleyfið gildir til ársins 2016 og tekur til níu svæða og er því minna umfangs en það leyfi sem nú er runnið út. Stundaðar verða yfirborðsrannsóknir en einnig borað á þeim svæðum sem vænlegust þykja, í Þormóðsdal við Reykjavík og jafnvel einnig í Vatnsdal í Húnavatnssýslu.