Björn selur hlutinn í DV

Reynir Traustason, ritstjóri DV, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður.
Reynir Traustason, ritstjóri DV, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. mbl.is/Ómar

Þorsteinn Guðnason og Björn Leifsson, f.h. Lauga ehf, hafa í dag náð samkomulagi um kaup Þorsteins á 4,42 hlut í útgáfufélaginu DV af Laugum. Þetta þýðir að Þorsteinn kaupir hlutinn sem Laugar keyptu í síðustu viku. Björn ætlar að einbeita sér að rekstri líkamsræktarstöðva, að því er segir í yfirlýsingu frá Þorsteini Guðnasyni og Birni Leifssyni sem send hefur verið á fjölmiðla.

Yfirlýsingin í heild

„Þorsteinn Guðnason og Björn Leifsson, f.h. Lauga ehf., hafa í dag náð samkomulagi um kaup Þorsteins á hlutum Lauga ehf, þ.e. 4,42% hluta í útgáfufélaginu DV ehf.

Eins og skýrt var frá í fyrri viku keypti Laugar ehf. umrætt hlutafé af Ólafi Magnússyni, fyrrverandi stjórnarformanni DV, og fyrirtæki hans, Kú ehf., Catalina ehf., Innrömmun Sigurjóns ehf. og Víkurósi ehf.

„Við erum sammála um að það sé útgáfufélaginu DV ehf. til hagsbóta að Björn Leifsson og Laugar ehf. hverfi úr hluthafahópnum. Markmið okkar sem eigum meirihluta í DV er að treysta rekstur þess og bæta í þegar kemur að útgáfustarfseminni og leitast við að skapa frið um starfsemina. Umrædd viðskipti eru liður í þeirri viðleitni,“ segir Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður í DV ehf.

Björn Leifsson segist ætla að einbeita sér að rekstri líkamsræktarstöðva sinna. „Þjóðin hefur nú fengið að sjá hvern mann Reynir Traustason hefur í raun og veru að geyma og ég hef engu við það að bæta,“ segir hann.

„Framhaldsaðalfundur DV ehf. fer fram næstkomandi föstudag. Það er vilji stærstu eigenda hlutafjár í DV ehf. að stjórn fyrirtækisins endurspegli raunverulegt eignarhald félaginu,“ segir í yfirlýsingunni.

Sigurður Guðjónsson, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir
Sigurður Guðjónsson, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka