Breið samstaða um veruna í NATO

Þingmennirnir Birgir Ármannsson og Ögmundur Jónasson ræða saman á Alþingi.
Þingmennirnir Birgir Ármannsson og Ögmundur Jónasson ræða saman á Alþingi. mbl.is/Styrmir Kári

„Þessi umræða auðvitað kemur upp af og til og stefna VG liggur fyrir þó af þeirra hálfu hafi ekki verið gerð nein tilraun til þess að hrinda þessu í framkvæmd þegar þeir hafa verið í ríkisstjórn.“

Þetta segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Eins og greint var frá í gær hyggst Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman um að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) með stuðningi þingflokks VG.

„Staðan er sú, að vinstri-grænum undanskildum, að nokkuð almenn samstaða er um það í íslenskum stjórnmálum að veran í Atlantshafsbandalaginu sé einn af hornsteinum okkar utanríkisstefnu og að mínu mati renna nýliðnir atburðir í heimsmálunum ennþá styrkari stoðum undir þá stefnumörkun,“ segir Birgir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert