Ný gossprunga í Holuhrauni

Gos í Holuhrauni
Gos í Holuhrauni Árni Sæberg

Lokað hefur verið fyrir alla umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls en í morgunsárið sáu fréttamenn RÚV, sem voru á flugi yfir gosstöðvunum, að opnast hafði ný gossprunga sunnan við gömlu gossprunguna og teygir sig í áttina að Dyngjujökli. 

Flugvél á vegum almannavarna er að leggja upp frá Reykjavíkurflugvelli með jarðvísindamenn og fulltrúa almannavarna.

Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi þessara upplýsinga að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleiri inn á svæðið. Jafnframt hefur verið sett upp innri lokun á vegi 910 við Vaðöldu.

Þessi ákvörðun verður endurskoðuð um leið og nýjar upplýsingar berast.

Vefmyndavél Mílu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert