Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2013, þar sem gerð er grein fyrir starfsemi umboðsmanns á árinu, hefur enn ekki komið út þrátt fyrir að frestur til birtingar sé nú liðinn.
Í 12. gr. laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis segir: „Umboðsmaður skal gefa Alþingi árlega skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári. Skýrsluna skal prenta og birta opinberlega fyrir 1. september ár hvert.“
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir skýrsluna nú vera á lokametrunum. „Það er verið að ganga frá þessu og hluti af henni er kominn í prentsmiðju,“ segir hann. „Þing kemur saman eftir helgi og það er yfirleitt hægt að dreifa henni í þinginu áður en hún er sett inn á heimasíðuna hjá okkur.“