Mesta sig síðan mælingar hófust

Mynd NASA af Bárðarbungu og eldstöðvunum í Holuhrauni
Mynd NASA af Bárðarbungu og eldstöðvunum í Holuhrauni NASA

Í eft­ir­lits­flugi í gær var yf­ir­borð Bárðarbungu mælt með radar­hæðarmæli flug­vél­ar Ísa­via. Mæl­ing­arn­ar sýna mikl­ar breyt­ing­ar á yf­ir­borði Bárðarbungu. Allt að 15 metra lækk­un hef­ur orðið í miðju öskj­unn­ar og nem­ur rúm­máls­breyt­ing­in um 0,25 km3. Lög­un dæld­ar­inn­ar er í sam­ræmi við að botn öskj­unn­ar hafi sigið sem þessu nem­ur.

Sig af þess­ari stærðargráðu hef­ur ekki orðið á Íslandi síðan mæl­ing­ar á jarðskorpu­hreyf­ing­um hóf­ust hér­lend­is um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vís­inda­mannaráðs í morg­un.

 Eng­in merki sjást um eld­gos eða auk­inn jarðhita í Bárðarbungu­öskj­unni.

 Rúm­mál sigsvæðis í Bárðarbungu er veru­leg­ur hluti af áætluðu heild­ar­rúm­máli kviku­gangs­ins.  

Senni­leg­asta skýr­ing­in er að þetta sig sé í tengsl­um við mikla jarðskjálfta­virkni und­an­farið og kviku­streymi neðanj­arðar til norðaust­urs.

Í eft­ir­lits­flug­inu í gær fannst breið og grunn sig­dæld í Dyngju­jökli 10 km frá jök­uljaðri. Önnur dæld 6 km frá sporði Dyngju­jök­uls sem fylgst hef­ur verið með und­an­farna daga hef­ur farið dýpk­andi og mæld­ist 35 m djúp.

 Senni­legt er að þess­ar dæld­ir séu merki um stutt smágos sem orðið hafa und­ir jökl­in­um.

Ekk­ert dreg­ur úr gos­inu í Holu­hrauni. Gos­virkni er á tveim­ur sprung­um. Meg­in­gosið er á sömu sprungu og verið hef­ur virk frá upp­hafi. Auk þess er enn gos­virkni á sprungu sem opnaðist í gær­morg­un. Hrauntung­an nær nú 10 km til ANA og á tæp­an km eft­ir í Jök­ulsá  á Fjöll­um.

Dregið hef­ur úr skjálfta­virkni á svæðinu síðan í gær. Um 90 skjálft­ar hafa mælst frá miðnætti. Einn jarðskjálfti 5 að stærð mæld­ist við Bárðarbungu­öskj­una kl. 05:40 í morg­un. 14 skjálft­ar hafa orðið stærri en 5 við Bárðarbungu síðan 16. ág­úst.

Litl­ar breyt­ing­ar eru jarðskorpu­hreyf­ing­um norðan Vatna­jök­uls, mæld­um með GPS, síðan í gær.

Fjór­ir mögu­leik­ar eru tald­ir lík­leg­ast­ir um fram­vindu:

o   Að inn­flæði kviku stöðvist og skjálfta­hrin­an fjari út og kvika brjót­ist ekki til yf­ir­borðs á fleiri stöðum.

o   Gang­ur­inn nái til yf­ir­borðs á fleiri stöðum utan jök­uls. Ekki er hægt að úti­loka gos með hraun­flæði og/​eða sprengi­virkni.

o   Gang­ur­inn nái til yf­ir­borðs und­ir jökli aft­ur og leiði jafn­vel til um­tals­verðs eld­goss. Gosið myndi leiða til jök­ul­hlaups í Jök­ulsá á Fjöll­um og e.t.v. einnig sprengigoss með ösku­falli.

o   Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jök­ul­hlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með ösku­falli. Mest­ar lík­ur eru á að hlaup kæmi niður Jök­ulsá á Fjöll­um, en ekki er hægt að úti­loka aðrar hlaupaleiðir: Skjálf­andafljót, Kalda­kvísl, Skaft­ár­katla og Grím­svötn.

Ekki er hægt að úti­loka aðrar sviðsmynd­ir.

Friðrik
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert