Um helgina lýkur ljósmyndasýningu Ragnars Axelssonar „RAX“ í ljósmyndasafni Reykjavíkur en þangað hafa um 22 þúsund manns lagt leið sína frá því hún var opnuð í lok maí sem er met en engin sýning í sögu safnsins fengið jafn marga gesti. Sýningin nefnist Spegill lífsins og þar er að finna bæði fréttljósmyndir hans af Morgunblaðinu ásamt myndum úr verkefnum hans á Norðurhveli.
mbl.is hitti Raxa í Grófarhúsinu og spjallaði við hann um starfið og sýninguna.