Gufubólstrar stíga rólega upp

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti þessa mynd í morgun af hraunstraumnum …
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti þessa mynd í morgun af hraunstraumnum við Jökulsá á Fjöllum. Ljósmynd/Gro Birkefeldt Møller Pedersen

„Þetta er afskaplega rólegt enn sem komið er. Gufubólstrarnir stíga hægt og rólega upp,“ segir Þorvaldur Þórðarson hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sem staddur er hjá gosstöðvunum. Hraunstraumur úr eldgosinu í Bárðarbungu hefur nú náð farvegi Jökulsár á Fjöllum. 

„Ef fram heldur sem horfir mun hraunið loka fyrir þessa meginkvísl Jökulsárinnar vestanmegin. Þegar það gerist beinist vatnsstraumurinn austur fyrir farveginn,“ segir Þorvaldur. 

Engar sprengingar hafa orðið enn sem komið er, en þær geta myndast þegar glóandi hraun kemst í snertingu við vatnsósa set árfarvegsins undir þrýstingi. „Ég á ekki von á að sprengingar myndist í hraunjaðrinum því þar myndast ekki nægilegur þrýstingur,“ segir Þorvaldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert