Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu þurftu í dag að sækja konu sem slösuð var á hné í Forsæludal í Vatnsdal. Sveitirnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 12. Bera þurfti konuna um 300 metra leið til að koma henni í sjúkrabíl. Var konan flutt á heilbrigðisstofnun til aðhlynningar.