Undirbýr fyrirspurn um rafræn auðkenni

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna.
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður Vinstri grænna og fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráðherra, seg­ir á heimasíðu sinni að hann muni kalla eft­ir skýr­ing­um á Alþingi á því hvers vegna ein­ung­is verði not­ast við ra­f­ræn auðkenni bank­anna við skrán­ingu í skulda­leiðrétt­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en ekki Íslyk­il Þjóðskrár. 

Við rík­is­stjórn­ar­skipt­in var þessi þráður tek­inn upp  að nýju og nú tek­ur út yfir all­an þjófa­bálk þegar rík­is­stjórn­in, hluti henn­ar eða emb­ætt­is­menn, taka þá ákvörðun að gera það að skil­yrði fyr­ir skulda­leiðrétt­ingu að not­ast sé við ra­f­ræn auðkenni bank­anna eða veflyk­il rík­is­skatt­stjóra en Íslyk­ill Þjóðskrár ekki einu sinni val­kost­ur! Nú hef­ur síðan lyk­ill skatt­stjóra verið tek­inn út og auðkenni bank­anna gert að skil­yrði. Með öðrum orðum, ríkið ætl­ar án hald­bærra raka að hafna eig­in þjón­ustu,“ skrif­ar Ögmund­ur á heimasíðu sinni í dag. 

Hver tók þessa ákvörðun og á hvaða for­send­um var það gert? Þetta vil ég fá að vita og mun ég grennsl­ast fyr­ir um þetta þegar vett­vang­ur til fyr­ir­spurna skap­ast á Alþingi,“ spyr Ögmund­ur síðan.  

Sjá pist­il Ögmund­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert