Davíð Már Stefánsson
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri DV, segir í samtali við mbl.is að DV muni ekki koma út á morgun.
Mikil óánægja hefur ríkt á meðal starfsmanna DV en starfsmannafundur var haldinn í morgun þar sem nýr ritstjóri blaðsins, Hallgrímur Thorsteinsson, og nýr stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, ræddu við viðstadda. Farið var fram á við tvímenningana að brotthvarf fyrrverandi ritstjóra blaðsins, Reynis Traustasonar, yrði útkljáð en honum hefur verið meinað að starfa áfram án þess þó að vera formlega rekinn.
Mikið umrót hefur verið á DV síðustu daga en meðal annars hefur eignarhaldið breyst, skipuð hefur verið ný stjórn, tveir meðlimir ritstjórnar látið af störfum og ritstjóri settur frá og annar ráðinn.