DV kemur ekki út á morgun

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, aðstoðarrit­stjóri DV, seg­ir í sam­tali við mbl.is að DV muni ekki koma út á morg­un. 

Mik­il óánægja hef­ur ríkt á meðal starfs­manna DV en starfs­manna­fund­ur var hald­inn í morg­un þar sem nýr rit­stjóri blaðsins, Hall­grím­ur Thor­steins­son, og nýr stjórn­ar­formaður, Þor­steinn Guðna­son, ræddu við viðstadda. Farið var fram á við tví­menn­ing­ana að brott­hvarf fyrr­ver­andi rit­stjóra blaðsins, Reyn­is Trausta­son­ar, yrði út­kljáð en hon­um hef­ur verið meinað að starfa áfram án þess þó að vera form­lega rek­inn.

Mikið umrót hef­ur verið á DV síðustu daga en meðal ann­ars hef­ur eign­ar­haldið breyst, skipuð hef­ur verið ný stjórn, tveir meðlim­ir rit­stjórn­ar látið af störf­um og rit­stjóri sett­ur frá og ann­ar ráðinn.

Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV.
Hall­grím­ur Thor­steins­son, rit­stjóri DV. Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert