Fjöllin hverfa í móðuna

Frá eldgosinu í Holuhrauni.
Frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísbendingar eru um að askja Bárðarbungu sé enn að síga og á meðan svo er má ekki búast við því að gosið norðan Vatnajökuls hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings.

„Bárðarbunga er að síga og kvikan sem undir er leitar út í kvikuganginn og Holuhraun. Á meðan askjan sígur er ekki við því að búast að gosið hætti,“ segir hann í umfjöllun um eldsumbrotin í Morgunblaðinu í dag.

Töluvert magn af brennisteinstvíoxíði kemur upp úr gosinu í Holuhrauni og hefur blá móða legið yfir hluta Austurlands undanfarna daga. Há gildi þess mældust á mælum álversins í Reyðarfirði á laugardag, þau hæstu sem mælst hafa hér á landi frá því að mælingar á mengun hófust árið 1970.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert