Krefst upplýsinga um launagreiðslur

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokskins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokskins. mbl.is

Þingmaður Framsóknarflokksins ætlar að krefjast þess að fá upplýsingar um laun allra nefndarmanna í þeim þremur rannsóknarnefndum sem Alþingi hefur sett á laggirnar frá því að þrír stærstu bankar landsins féllu haustið 2008 sem og annarra sem þáðu láun í tengslum við störf nefndanna.

Þetta upplýsir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég mun krefjast upplýsinga um laun allra nefndarmanna í þremur rannsóknarnefndum Alþingis við þingbyrjun. Einnig allra lögaðila sem fengu greiðslur frá nefndunum og annarra sem voru á launaskrá. Skattgreiðendur eiga fullan rétt á að fá upplýsingar um í hvað 1500 milljónir króna af peningum þeirra fóru. - eftirlitslaust.“

Um er að ræða rannsóknarnefnd um fall bankanna, rannsóknarnefnd um sparisjóðina og rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka