Krefst upplýsinga um launagreiðslur

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokskins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokskins. mbl.is

Þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins ætl­ar að krefjast þess að fá upp­lýs­ing­ar um laun allra nefnd­ar­manna í þeim þrem­ur rann­sókn­ar­nefnd­um sem Alþingi hef­ur sett á lagg­irn­ar frá því að þrír stærstu bank­ar lands­ins féllu haustið 2008 sem og annarra sem þáðu láun í tengsl­um við störf nefnd­anna.

Þetta upp­lýs­ir Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í dag. „Ég mun krefjast upp­lýs­inga um laun allra nefnd­ar­manna í þrem­ur rann­sókn­ar­nefnd­um Alþing­is við þing­byrj­un. Einnig allra lögaðila sem fengu greiðslur frá nefnd­un­um og annarra sem voru á launa­skrá. Skatt­greiðend­ur eiga full­an rétt á að fá upp­lýs­ing­ar um í hvað 1500 millj­ón­ir króna af pen­ing­um þeirra fóru. - eft­ir­lits­laust.“

Um er að ræða rann­sókn­ar­nefnd um fall bank­anna, rann­sókn­ar­nefnd um spari­sjóðina og rann­sókn­ar­nefnd um Íbúðalána­sjóð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert