Mælitækin við Holuhraun og Bárðarbungu eins og jarðskjálftamælar, GPS tæki, gasmælar, innrauðar myndavélar og svo færanlegir radarar sem kosta rúmlega 250 milljónir króna.
Þau eru í engri raunverulegri hættu á að tapast þótt mörg þessara tækja séu nánast við gossprunguna. Tækjunum er komið þannig fyrir að auðvelt er að sækja þau og koma þeim í skjól, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Svonefnt Futurevolc-verkefni, sem 26 evrópskar rannsóknarstofnanir og háskólar taka þátt í og miðast við að bæta eftirlit með íslenskum eldfjöllum, fjármagnar flest þessara tækja og eru þau í stöðugri þróun. „Þetta eru flest dýr tæki sem eru þarna á svæðinu og það er svolítið erfitt að setja verðmiða á þau enda þróun margra þeirra enn í gangi,“ segir Óðinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar.