Brýnt er að vinda ofan af því að 30% allra matvæla í heiminum sé hent, hvort heldur er í framleiðslu, sölu eða af borðum neytenda. Þetta kom fram í máli þeirra sem stóðu að hátíðinni Saman gegn matarsóun sem haldin var í Hörpu um helgina. Samkoma þessi var haldin af Landvernd, Kvenfélagasambandi Íslands og samtökunum Vakandi. Markar hún upphaf átaksverkefnis um aðgerðir gegn matarsóun.
Unnið er samtímis að þessu verkefni á Norðurlöndunum. Þaðan og víða frá komu fyrirlesarar og reifuðu málið frá ýmsum hliðum. Þá kynntu fulltrúar fyrirtækja og félaga sjónarmið sín.
Þórunn Clausen leiklas fyrir börnin upp úr bókinni vinsælu um Smjattpattana sem margir muna ef til vill eftir og boðið var upp á andlitsmálun. Einnig grænmetissúpu og fleira, úr hráefni sem hefði að öðru jöfnu hefði verið fargað.
Ráðleggingar til að koma í veg fyrir matarsóun.