Stýrimaður Akrafells sofnaði

Akrafell klukkan 5:30 í höfninni á Eskifirði í dag.
Akrafell klukkan 5:30 í höfninni á Eskifirði í dag. Mynd/Jens G. Helgason

„Það er alveg ljóst að stjórnandi skipsins sofnaði. Hann var á vakt í stýrishúsinu og sofnaði þar,“ segir Jón Arelíus Ingólfsson, rannsóknarstjóri sjóslysa hjá Rannsóknarnefndar samgönguslysa, og vís­ar til Akra­fells, flutn­inga­skips Sam­skipa, sem strandaði und­an Vatt­ar­nesi að morgni laug­ar­dags.

Flutningaskipið var flutt til hafnar á Eskifirði og var Jón að koma þaðan er blaðamaður náði af honum tali. „Skipið var á sjálfsstýringu. Það var á leiðinni til Reyðarfjarðar en það beygir ekki sjálft. Sjálfsstýringin sér ekki um stefnubreytingar,“ segir hann.

Lögreglan á Eskifirði hefur séð um yfirheyrslur yfir áhöfninni og er fyrstu skýrslutöku lokið. Að sögn lögreglu voru stjórnendur skipsins yfirheyrðir en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald málsins.

Umfang tjónsins liggur þá ekki fyrir en matsaðilar frá tryggingarfélögum eru enn á staðnum. Að sögn Önnu Guðnýjar Aradóttur, forstöðumanns markaðs- og samskiptasviðs Samskipa, er ekki ljóst hvenær vinnu þeirra verður lokið en verið er að skoða skemmdir á farminum sem var um borð og skipinu sjálfu.

Skipið Akrafell var afar sigið og hallaði mikið þegar það …
Skipið Akrafell var afar sigið og hallaði mikið þegar það kom til hafnar í nótt. Mynd/Jens G. Helgason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert