Líkur á stórtækum breytingum

Gos í Holuhrauni
Gos í Holuhrauni Árni Sæberg

Verulegar líkur eru á stórtækum breytingum, stærri en sést hafa á síðustu áratugum. Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið í kvöld um stöðuna í Bárðarbungu. Askja Bárðarbungu hefur sigið um tuttugu metra undanfarið og er það talið verulegt áhyggjuefni.

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að þær hreyfingar sem mældar hafa verið í Bárðarbungu sýni að það sé meiri hætta á því en talið var í upphafi að eldgos hefjist í sjálfri Bárðarbungu.

Nánar er rætt við Magnús Tuma og Víði í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert