Stöðugur órói í Bárðarbungu í nótt

Skjálftavirknin norðan Vatnajökuls er enn að mestu bundin við Bárðarbungu
Skjálftavirknin norðan Vatnajökuls er enn að mestu bundin við Bárðarbungu Af Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar HÍ

Skjálftavirknin norðan Vatnajökuls er enn að mestu bundin við Bárðarbungu, norðurenda gangsins og Herðubreiðartögl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Um þrjátíu skjálftar mældust á umbrotasvæðinu í nótt. Stærsti skjálftinn varð kl. 01.07 við norðanverða Bárðarbungu og var um 5,2 að stærð. Hann hefur þó ekki verið yfirfarinn að fullu. 

Órói hefur verið stöðugur í nótt, virtist þó aukast aðeins á stöð á Brúarjökli seinni hluta nætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert