Svo virðist sem Austfirðingar hafi ekki sagt skilið við sumarið. 19,9 stiga hiti mældist á Seyðisfirði í dag, 19 stiga hiti á Neskaupsstað og 18,2 stig á Dalatanga.
Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands kemur hitinn til vegna hnjúkaþeysáhrifa í suðvestanáttinni. Gera má ráð fyrir að íbúar Austurlands njóti góða veðursins í kvöld og á morgun.