Breyta skattkerfinu frekar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær þar sem fjárlagafrumvarpið …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær þar sem fjárlagafrumvarpið var kynnt. mbl.is/Árni Sæberg

Næsta skref eftir þær breytingar sem boðaðar eru á virðisaukaskattskerfinu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær er að gera breytingar á beinum sköttum. Þetta segir Bjarni Benediktssonar fjármálaráðherra.

Almenna virðisaukaskattsþrepið lækkar úr 25,5% í 24% um áramót. Um leið hækkar lægra þrepið úr 7% upp í 12%. Jafnframt verður undanþágum fækkað, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvörpum um tekjuöflun ríkissjóðs á næsta ári. Þá á að leggja almenn vörugjöld af.

„Mér hefur þótt flækjustigið í tekjuskattskerfinu of hátt. Ég vil vinna að því að einfalda skattkerfið og fækka skattþrepunum. Við munum ekki leggja það til á þessu þingi heldur verður þetta til frekari vinnslu næsta árið,“ segir Bjarni í umfjöllun um skattamálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert