Skýrslan Slátrað á Íslandi: hvalveiðar í atvinnuskyni og millilandaviðskipti með langreyðar var gefin út í dag af nokkrum umhverfis- og dýraverndarsamtökum. Í henni eru hvatt til þess að alþjóðahvalveiðiráðið, viðskiptaþjóðir og fyrirtæki knýi Íslendinga til að láta af hvalveiðum sínum í atvinnuskyni.
Í frétt af útgáfu skýrslunnar er meðal annars haft eftir Clare Perry, hjá umhverfissamtökunum EIA (e. Environmental Investigation Agency), að frá árinu 2006 hafi Hvalur hf. drepið meira en fimm hundruð langreyðar til þess eins að hagnast á veiðunum með sölu á Japansmarkað. „Fyrirtækið heldur slátrun hvala áfram og gefur ekkert eftir. Með því er alþjóðasamfélagið sem reynir að vernda hvali slegið utan undir á forsmáandi hátt. Og þetta er sístækkandi blóðblettur á orðspori Íslendinga.“
Aðrir umhverfissinnar segja að tryggja verði að Hvalur hf. geti ekki flutt hvalkjöt sitt til Japans með viðkomu hjá ríkjum sem eru á móti hvalveiðum.