„Sigið í Bárðarbungu er verulegt áhyggjuefni og fetum við nú ókunna stigu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og bendir á að askjan í Bárðarbungu hafi nú sigið hátt í 20 metra.
„Þessi askja er full af ís og ef gýs innan hennar þá bræðir gosið aðallega ís sem getur valdið verulegum jökulhlaupum. Ef gosið nær svo í gegn getur orðið verulegt sprengigos,“ segir hann og bendir á að sú atburðarás sem nú er í gangi þurfi ekki endilega að leiða til þessa.
Spurður út í líkur þess að atburðarásin stigmagnist svarar Magnús Tumi í Morgunblaðion í dag: „Vegna þess að askjan er að síga þá eru miklu meiri líkur á því að atburðarásin magnist frá því sem nú er en ef ekki væri öskjusig. Ef sigið verður verulegt og virkni áframhaldandi í öskjunni gæti Bárðarbunga orðið uppspretta jökulhlaupa á komandi árum og áratugum.“