Rússar ekki lengur samherjar

Yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins, Philip M. Breedlove, fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Breedlove, sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að ástandið í austurhluta Úkraínu og afstaða Rússa gefi öllum aðildarríkjum NATO tilefni til að endurmeta stöðu sína og afstöðu í hernaðarlegum skilningi þar sem Rússar geti ekki lengur talist til samherja bandalagsins.

Gunnar Bragi og Breedlove ræddu við fjölmiðla að fundinum loknum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert