Stefnt að afturköllun ESB-umsóknarinnar

AFP

Fram kemur í málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur að þingsályktunartillaga um að draga til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði lögð fram. Þetta kemur fram í þeim hluta málaskrárinnar sem fjallar um mál sem heyra undir utanríkisráðherra.

Tekið er fram að tímasetning framlagningar þingsályktunartillögunnar liggi ekki fyrir og þeim möguleika haldið opnum að slík tillaga verði ekki lögð fram. Orðrétt segir: „Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Tímasetning framlagningar, ef til kemur, liggur ekki fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka