„Við eigum betra skilið“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í kvöld.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Rík­is­stjórn ríka fólks­ins sér sem fyrr um sína. Það verður æ ljós­ara. Verk­efnið er að koma henni frá og knýja fram stjórn­ar­stefnu í þágu þjóðar­inn­ar allr­ar. Við eig­um betra skilið,“ sagði Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á Alþingi í kvöld.

Árni sagðist hafa kynnst því í fyrra að ákveðin verka­skipt­ing ríki hjá rík­is­stjórn­inni. „For­sæt­is­ráðherra sér um að halda fal­leg­ar ræður sem vel hljóma, eins og þá sem nú var flutt, en sann­leik­ur­inn um stjórn­ar­stefn­una birt­ist í fjár­laga­frum­varp­inu. Og þar kveður að venju við allt ann­an tón.“

Hann sagði allt svig­rúm í rík­is­rekstri nýtt í þágu þeirra sem best standi. „ Rík­is­stjórn ríka fólks­ins barðist á hæl og hnakka síðasta vet­ur við að létta sann­gjörn­um veiðigjöld­um af stór­út­gerðinni sem þó skil­ar metaf­komu. Skatt­byrði hef­ur skipu­lega verið flutt af allra tekju­hæstu ein­stak­ling­un­um yfir á meðal­tekju­fólk og lág­tekju­fólk. All­ir nefskatt­ar hafa verið hækkaðir, þar sem líf­eyr­isþegar, launa­fólk og auðmenn greiða jafnt.“

Þá sagði Árni að það væri ný­mæli í fjár­laga­frum­varpi að hækka holl­an mat en gera óholl­ustu ódýr­ari. „Sam­fylk­ing­in styður af­nám vöru­gjalda. En það er eng­in ástæða til að leggja álög­ur á lífs­nauðsynj­ar til að fjár­magna þá til­færslu. Um það get­ur aldrei orðið sátt eða friður. Mat­ur er dýr­ari hér en víðast hvar ann­ars staðar og það get­ur ekki verið for­gangs­verk­efni að gera hann enn dýr­ari. Við mun­um ekki styðja þessa hækk­un skatts á mat og menn­ingu.“

Fleiri sjá ekki framtíð á Íslandi

Árni Páll nefndi einnig Evr­ópu­sam­bandið og aðild Íslend­inga að sam­band­inu. „Sí­fellt fleiri sjá ekki framtíð í þessu landi. Og því mik­il­væg­asta má ekki gleyma: Fyr­ir hrun vor­um við með laun á við það sem ger­ist á öðrum Norður­lönd­um. Í dag erum við hálfdrætt­ing­ar á við þau. [...] Um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu gaf þjóðinni mik­il­vægt skjól til þess að fást við hrunið og það hefði verið skyn­sam­legt að halda áfram að vinna með Evr­ópuþjóðum að lausn­um á gjald­eyr­is­vanda okk­ar. Við eig­um sam­leið með Evr­ópuþjóðum jafnt í efna­hags- og ör­ygg­is­mál­um.“

Hann sagði nú­ver­andi rík­is­stjórn hafa klúðrað öll­um þeim tæki­fær­um sem aðild­ar­um­sókn­in veitti Íslend­ing­um. „Hjá henni virðist enn sem fyrr skipta mestu að tryggja aðstöðu þeirra for­rétt­inda­hópa sem að baki henn­ar standa: Þeirra sem vilja verja sig sam­keppni er­lend­is frá og eiga kvót­ann sinn í friði um alla ei­lífð og tryggja að Ísland verði áfram lág­launa­land með haftakrónu og hæstu vexti í Evr­ópu.“

Þá sagði hann að í mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé rakið að til­laga verði á þessu þingi lögð fram um að aft­ur­kalla aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. „En hún heyk­ist á því að segja okk­ur hvernig eða með hvaða hætti, minn­ug þess að þjóðin gerði hana aft­ur­reka með síðustu til­raun í þessu efni. Við þurf­um aft­ur að standa sam­an gegn slíkri at­lögu að sjálfs­ákvörðun­ar­rétti þjóðar­inn­ar.“

Enn­frem­ur sagði Árni Páll Íslend­inga geta kom­ist út úr vaxta­okri og efna­hags­legri ein­angr­un með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. „Við get­um gefið metnaðarfull­um vax­andi fyr­ir­tækj­um trú á framtíð á Ísland. Við get­um gefið fólki fyr­ir­heit um gott sam­fé­lag, þar sem hlúð er að barna­fjöl­skyld­um og þar sem hús­næði er í boði á viðráðan­leg­um kjör­um til kaups eða leigu Sam­fé­lag þar sem við tök­um hvert und­ir með öðru, öll­um eru tryggð tæki­færi og fólk get­ur óhrætt mætt áföll­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert