40 milljörðum meira í ráðstöfunartekjur

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gærkvöldi.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í gær að samanlögð áhrif skattalækkana á árunum 2014 og 2015, ásamt hækkun bóta og lækkun húsnæðisskulda skiluðu einstaklingum 40 milljörðum króna í hærri ráðstöfunartekjur en árið 2013.

„Þessir fjörutíu milljarðar samsvara um 5 prósenta aukningu á ráðstöfunartekjum miðað við eins og þær voru þegar vinstristjórnin fór frá,“ sagði Bjarni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að framtíð Íslands byggði tilveru sína á því að menn berðust saman fyrir því að nýta auðlindirnar, tækifærin, þekkinguna og mannauðinn á skynsamlegan hátt, til að skapa það samfélag velferðar, jöfnuðar, atvinnu og réttlætis sem allir vildu tilheyra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert