Hættulegasti staður á Íslandi

Vísindamenn og aðrir sem starfa við gosstöðvarnar eru vel tækjum …
Vísindamenn og aðrir sem starfa við gosstöðvarnar eru vel tækjum búnir til að varast gaseitrun. Eggert Jóhannesson

Nokkuð hef­ur verið um að ein­stak­ling­ar sem ekki hafa til þess til­skil­in leyfi hafi farið inn á lokuð svæði í kring­um Holu­hraun. Lög­regl­an á Húsa­vík hef­ur nokk­ur slík til­felli til rann­sókn­ar og mega þeir sem ger­ast sek­ir um að fara inn á svæðið í leyf­is­leysi bú­ast við vænni fjár­sekt enda telst slíkt lög­brot.

Víðir Reyn­is­son, deild­ar­stjóri hjá al­manna­vörn­um rík­is­s­ins, seg­ir nauðsyn­legt að taka lok­an­irn­ar al­var­lega enda sé um­brota­svæðið senni­lega hættu­leg­asti staður­inn á Íslandi í dag. 

„Fólk fann fyr­ir mikl­um óþæg­ind­um á Reyðarf­irði í gær en það eru 80 kíló­metr­ar eða meira þangað í beinni loftlínu. Gasmeng­un á gossvæðinu er marg­föld á við það, hún er yfir öllu og lífs­hættu­leg,“ seg­ir Víðir. Hann ít­rek­ar að vís­inda­menn sem eru að störf­um við gosstöðvarn­ar séu með góð mæli­tæki og vel varðir en tek­ur jafn­framt fram að jafn­vel þeir sem best eru bún­ir þurfi ít­rekað að flýja langt í burtu vegna gasmeng­unn­ar. 

„Jörðin er einnig stöðugt að breyt­ast þarna og það opn­ast nýj­ar sprung­ur. Við höf­um nokk­ur dæmi um það að ný eld­gos hefj­ist án nokk­urs fyr­ir­vara og við vit­um jafn­vel ekki af því að þau séu að byrja fyrr en við sjá­um þau,“ seg­ir Víðir um aðrar hætt­ur á gosstöðvun­um en nefn­ir einnig að ösku­fall valdi slæmu skyggni næst hraun­inu og þá sé erfitt að kom­ast um.

Víðir seg­ir hætt­una raun­ar geta tengt sig langt út fyr­ir það svæði sem lokað er og minn­ir á ösku­fallið á Kirkju­bæj­arklaustri í Grím­s­vatnagos­inu en Grím­svötn eru um 80 kíló­metra frá bæn­um. „Við telj­um mjög  mikl­ar lík­ur á því að það verði gos und­ir jökli með til­heyr­andi jök­ul­hlaup­um og ösku­falli. Þegar saga Bárðarbundu eld­stöðvar­inn­ar er skoðuð sést að auðveld­lega get­ur orðið mjög mikið ösku­fall í tölu­vert langri fjar­lægð rá eld­stöðinni. Við horfðum þannig á það svæði sem við lokuðum að fyr­ir utan þau mörk ætti fólk að kom­ast í burtu ef það lenti í ösku­falli en inn­an þessa svæðis telj­um við að það gæti orðið erfitt að fara um.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert