Skiptar skoðanir voru á Alþingi er umræður um frumvarp til fjárlaga hófust í morgun. Meðal annars var deilt var um hvað væri nauðsyn og hvað ekki. Þingmaður Bjartar Framtíðar taldi helstu nauðsynjar vera heitt vatn, rafmagn, mat og lestur á meðan þingmaður Pírata taldi það vera mat, vatn og súrefni.
„Það hefur ákveðinn samhljóður um það mjög víða í annarsstaðar í öðrum ríkjum og hér að það sé eitthvað til sem heitir nauðsynjar. Heitt vatn, rafmagn, matur, kunna að lesa. Margar þjóðir hafa lágt virðisaukaskattsstig á þær vörur. er hæstvirtur fjármálaráherra sammála því að þetta eru nauðsynjavörur og því öðruvísi en aðrar og sammála að 12% er hærra en 7%,“ spurði Guðmundur Steingrímsson, þingmaður og formaður Bjartrar Framtíðar á þingi í dag, í umræðum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði því að það væri alveg hárrétt að lækkun neðra þrepsins komin við margar viðkvæmar vörur, „En sú ákvörðun var ekki tekin nema að eitthvað komi á móti. Við lækkum efra þrepið og förum með það í neðsta sem það hefur verið frá því að kerfið var tekið upp. Það hefur aldrei verið 24% eða lægra. Það skiptir máli. Hvers vegna? Að því að allur meginþorri neyslunnar er í efra þrepinu.“
Guðmundur svaraði og lagði áherslu á mikilvægi þess að hafa skýran greinarmun á nauðsynjum og öðrum vörum. „Ég fagna afnámi vörugjalda en það eru ekki nauðsynjavörur í þessum skilningi,“ sagði Guðmundur. „Matur, heitt vatn og að kunna að lesa eru fullkomnar nauðsynjar.“
Guðmundur spurði síðan að frekar ætti að skoða hverjar séu hinar sanngjörnu skattprósentur. „Það er engin sérstök einföldun í því að hafa þetta 24 12 frekar en 25 7 Þetta er frekar einfaldlega spurning um pólítk og forgangsröðun.“
Bjarni svaraði og velti fyrir sér hvort að hlutur eins og þvottavél sé ekki orðin nauðsynjavara í dag. „Og föt? Eru föt ekki nauðsynjavara? Við göngum í fötum og flestir dagsdaglega, þau lækka í verði,“ sagði Bjarni og bætti við að allur meginþorri neyslunnar, eða um 85-90% sé í efra þrepinu og með þessum breytingum lækki það um 1 og hálft %.
„Vissulega eru viðkvæmir vöruflokkar í neðra þrepinu en við verðum að horfa á kerfisbreytinguna í heild sinni,“ sagði Bjarni ennfremur.
Næstur í ræðustól var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann tók undir gagnrýni Guðmundar á matarskattinn. „Ég er svo undarlegur að mér finnst ekki siðferðislega í lagi að skattleggja mat yfir höfuð,“ sagði Helgi Hrafn og bætti við að eina ásættanlega skattaprósentan fyrir matarskatt væri 0%. „En þannig er ég, kannski er ég bara bilaður.“
„Maður lifir nakinn, maður lifir án húsnæðis, maður lifir án lestrarkunnáttu. Maður lifir ekki án matar. Maður deyr án matar,“ sagði Helgi ennfremur.
Bjarni viðurkenndi að hann var ekki alveg viss hvernig best væri að svara ræðu Helga Hrafns. „Ef ég skildi þetta rétt þá væri fínt að lækka virðisaukaskatt á matvæli niður í núll og jafnvel þó það þýddi það að við þyrftum að lifa án húsnæðis og ganga um allsber. Það getur vel verið að það sé sérstök sýn Pírata að það væri betra en núverandi fyrirkomulag.“
Bjarni bætti þó við að hann væri í meginatriðum sammála því að það eru ákveðnir neysluflokkar sem leggja ætti áherslu á að halda lágum í verði, en að þetta væri ekki svo einfalt. Ef skattaprósentan á matvælum væri færð niður í 0% væri það ekki aðeins heldur hið nauðsynlega heldur einnig lúxusvörur sem yrðu skattfrjálsar. „Þá væru menn að kaupa sér humar og kavíar og alla dýra matvöru líka í núllþrepi,“ sagði Bjarni og sagði að sú röksemdarfærsla gengi seint upp.