Námslán falli niður við 67 ára aldur

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Frumvarp til breytinga á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur verið lagt fram á Alþingi sem miðar að því að námslán falli niður þegar skuldari nái 67 ára aldri að því gefnu að hann sé í fullum skilum við sjóðinn og hafi tekið lánið fyrir 54 ára aldur.

Ennfremur gengur frumvarpið út á að ábyrgðir ábyrgðarmanna námslána falli að sama skapi niður við 67 ára aldur sé lánþegi í fullum skilum við LÍN og ábyrgðarmaður hafi gengist í ábyrgð fyrir láni fyrir 54 ára aldur. Við fráfall ábyrgðarmanns falli þau lán niður sem hann hafi gengist í ábyrgð fyrir.

Flutningsmaður er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en frumvarp sama efnis var áður lagt fram af Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingismanni, og fleirum.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert