Vilja umferðarljós á matvæli

Dæmi um breskar umferðarljósamerkingar á matvæli.
Dæmi um breskar umferðarljósamerkingar á matvæli.

Sautján þingmenn úr öllum flokkum eru skrifaðir fyrir þingsályktunartillögu um að fela beri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hefja vinnu við undirbúning að upptöku næringarmerkis á hérlendri matvöru. Merkið verði að breskri fyrirmynd í formi umferðarljósa sem sýni næringargildi matvæla í lit.

Í greinargerð með tillögunni segir að skiljanlegar og aðgengilegar upplýsingar um næringargildi matvæla séu afar mikilvægar fyrir neytendur og geti auðveldað þeim að taka upplýsta ákvörðun.

„Þær merkingar sem nú er skylt að setja á umbúðir matvæla um næringargildi geta verið illskiljanlegar fyrir marga. Þá eru gjarnan villandi fullyrðingar um hollustu matvæla á umbúðum og jákvæðum kostum matvæla óspart haldið á lofti en stundum dýpra á upplýsingum sem snúa að magni viðbætts sykurs og salts svo að dæmi sé tekið.
Mikilvægt er að neytendur taki ábyrgð á eigin heilsu og séu meðvitaðir um næringargildi og innihald þeirra matvæla sem þeir neyta. Til að svo sé verða þeir að skilja þær upplýsingar sem í boði eru,“ segir í greinargerðinni.

Tillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert