Fossinn Skínandi kann að hverfa

Skínandi í Svartá. Myndin var tekin í júlí 2010. Áin …
Skínandi í Svartá. Myndin var tekin í júlí 2010. Áin sprettur upp úr Dyngjusandi og rennur skamman spöl austan undir Vaðöldu áður en hún fellur fram af hranbrún og hverfur í Jökulsá á Fjöllum. mbl.is/Birkir Fanndal

Fossinn Skínandi í Svartá við Vaðöldu kann að hverfa á næstu dögum. Hraunið frá gosinu í Holuhrauni hafði í gærmorgun runnið tæplega 17 km til norðausturs frá gígnum Suðra.

Það átti eftir einungis um tveggja kílómetra leið að ármótum Svartár og Jökulsár á Fjöllum við Vaðöldu. Fossinn Skínandi er neðst í Svartá og aðeins um 100 metrum ofan við ármótin, að því er fram kemur í umfjöllun um eldsbrotin í Holuhrauni í Morgunblaðinu í dag.

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í gær að ef gosið héldi áfram í einhverja daga myndi hraunið örugglega ná að Svartá. „Það á ekkert langt eftir,“ sagði Ármann. Hann sagði að hraunið hefði hlaupið ört fram fyrir nokkrum dögum. Við það létti á þrýstingi í hraunbreiðunni og hægði á framrás hraunsins í kjölfarið. Síðan hefur hraunið þykknað eftir því sem meiri kvika hefur bæst við. Þegar hraunbrúnirnar ná 8-10 metra hæð að þykkt bresta þær og nýtt framhlaup hefst, haldi gosið áfram. Ef það gerist getur hraunið mögulega teygt sig alla leið að Svartá á einum degi eða svo, að mati Ármanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert