Langmesta mengun frá upphafi mælinga

Reyðarfjörður.
Reyðarfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Styrkur brenn­is­díoxíðs, SO2, hefur farið hratt upp á við á Reyðarfirði í kvöld og nágrenni og á ellefta tímanum var hún er kominn í 3.600 µg/m3. Öllum á svæðinu er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum. Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með mælingum.

Um miðja viku varð mikil mengun brenn­is­díoxíðs á Reyðarfirði en þá fór gildið hæst upp 2.600 µg/m3 og lækkaði skarpt eftir það. Þannig að mengunin er töluvert meiri í kvöld og ekki útilokað að hún geti aukist enn frekar.

Þegar styrkurinn fór yfir yfir 3.000 µg/m3 hækkaði stigið úr varasömu yfir í beinlínis óhollt. 

Til samanburðar mældust hæstu toppar um nýliðna helgi 600µg/m3 og voru þá hæstu toppar sem mælst hafa frá upphafi mælinga árið 1970.

Á vef Umhverfisstofnunar er haft eftir Reyðfirðingi sem hafði samband við Umhverfisstofnun á miðvikudag, að mengunin þá hefði komið eins og ský yfir staðinn og upplifunin hafi verið eins og að „standa beint fyrir aftan vörubíl og anda að sér útblæstrinum úr púströrinu." Maðurinn fann fyrir miklum sviða í hálsi og augum og fékk einnig einkenni í höfði.

Ítar­lega var fjallað um meng­un­ina á vef al­manna­varna um liðna helgi.

Þá er minnt á SO2-töfluna sem útlistar rétt viðbrögð eftir styrkleika:http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2#Tab1

Uppfært kl. 22.46: Styrkurinn er kominn í 4.000 µg/m3.

Uppfært kl. 22.58: Gildi komin niður í 200 µg/m3 á stöðinni sem er vestan við bæinn. Þetta virðist því vera að ganga yfir. Umhverfisstofnun segir engu að síður að óvissa sé um framhaldið og reynslan frá síðasta miðvikudegi segi að búast megi við fleiri toppum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert