Matarútgjöldin aukast um 42 þúsund á ári

mbl.is/Gúna

Lít­ill mun­ur er á hlut­falli heild­ar­út­gjalda til mat­ar­kaupa eft­ir tekju­hóp­um, seg­ir í nýj­um út­reikn­ing­um Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar. Sam­kvæmt þeim er meðaltals­hækk­un á út­gjöld­um hvers heim­il­is 41.882 krón­ur á ári.

Í til­efni af umræðu um áhrif hækk­un­ar virðis­auka­skatts á mat­væli úr 7% í 12%, eins og boðað er í nýju fjár­laga­frum­varpi, hef­ur Rann­sókna­set­ur versl­un­ar­inn­ar reiknað út hver út­gjalda­aukn­ing heim­il­anna verður eft­ir tekju­hóp­um.

„Niðurstaðan er að lít­ill mun­ur er á hlut­falli (%) heild­ar­út­gjalda til mat­ar­kaupa eft­ir tekju­hóp­um, 14,7% af heild­ar­út­gjöld­um tekju­lægsta hóps­ins og 14,5% af heild­ar­út­gjöld­um tekju­hæsta hóps­ins. Þá kem­ur fram að tekju­lægsti hóp­ur­inn mun greiða 33.385 kr. meira á ári fyr­ir mat­ar­inn­kaup­in eft­ir hækk­un virðis­auka­skatts­ins en tekju­hæsti hóp­ur­inn greiðir 52.756 kr. meira vegna hækk­un­ar á skatt­in­um. Mis­mun­ur­inn á út­gjöld­um hæsta- og lægsta tekju­hóps­ins er því 19.371 kr. á ári, eða 3.490 kr. á mánuði.  Meðaltals­hækk­un á út­gjöld­um hvers heim­il­is verða sam­kvæmt þessu 41.882 kr. á ári,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar.

Útreikn­ing­ur­inn bygg­ir á upp­lýs­ing­um úr neyslu­könn­un Hag­stof­unn­ar 2011-2012. All­ar upp­hæðir hafa verið leiðrétt­ar fyr­ir verðlags­breyt­ing­um og eru á verðlagi dags­ins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert