Fjárveitingar til viðhalds, uppbyggingar og öryggis á ferðamannastöðum verða um 146 milljónir á komandi ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi.
Er það mikill samdráttur frá því sem verið hefur í ár og á síðasta ári en bæði árin hafa um 600 milljónir kr. farið til verkefnanna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.
Næg verkefni eru fyrir aukið fjármagn til þessara verka, að sögn forsvarsmanna Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þannig var sótt um styrki upp á 848 milljónir kr. í síðustu reglulegu úthlutun sjóðsins en til ráðstöfunar voru 245 milljónir.