Mun berjast barnanna vegna

Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána …
Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána og Kristófer Dag sem er yngstur þeirra bræðra.

<span>„Ég er staddur hérna í bankanum að fara að grátbiðja þá um að leyfa mér að fá allavega viku í viðbót,“ segir Arkadiuz K. Kujoth þegar blaðamaður nær af honum tali. Húsið sem Arkadiuz býr í ásamt konu sinni, Lindu Steinunni Guðgeirsdóttur og þremur börnum þeirra sem eru fjögurra mánaða, tveggja og sex ára, var selt síðastliðinn mánudag og hefur þeim verið gert að afhenda húslyklana næsta mánudag, þann 15. september. </span>

Fjölskyldan unga hefur leigt húsnæðið en Arkadiuz, sem jafnan er kallaður Arek, reyndi að kaupa það þegar eignin fór á nauðungarsölu. Bauð hann þrjár milljónir en Landsbankinn bauð fimm og Arek gat ekki boðið betur.

„Svo fengum við ekki að vita neitt meira fyrr en við fengum bréf í ábyrgðarpósti síðastliðinn mánudag frá bankanum þar sem segir að við þurfum að skila lyklunum fyrir fjögur þar sem bankinn vill rýma húsið. Ég hringdi og spurði hvort það væri möguleiki að fá að halda áfram að leigja það en svarið var nei,“ segir Arek. Hann segir Landsbankann vilja selja húsnæðið en bendir á að mörg hús standi auð í Þorlákshöfn og seljist ekki. 

Ættu ekki að geta lifað á tekjunum

Arek hefur um 198.000 krónur í laun eftir skatt á mánuði. Linda er atvinnulaus en hefur fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fær ekki framfærslu frá sveitarfélaginu þar sem þau eru skráð í sambúð og ætlast er til að laun Areks nægi fjölskyldunni. Þar sem þau búa í litlu sveitarfélagi hefur þeim einnig verið tjáð að þau muni ekki komast upp með að skrá sig úr sambúð enda viti starfsmenn sveitarfélagsins að þau búa saman. Þau fá sérstakar húsaleigubætur og auk launa Areks eru þær einu ráðstöfunartekjurnar sem fjölskyldan hefur úr að spila. „

Þegar 

Arek telur sig hafa fullreynt öll úrræði. Hjá íbúðalánasjóði fékk hann þær upplýsingar að hann gæti mest tekið lán upp á fimm milljónir en hann telur sig hafa lært af biturri reynslu að bankarnir muni ávallt yfirbjóða þá upphæð. Þegar hann leitaði til sveitarfélagsins var honum tjáð að þar væri ekkert hægt að gera fyrir fjölskylduna og þegar hann að endingu leitaði til barnaverndarnefndar mætti honum velvilji en ráðaleysi. 

Þurfa að sofa í sendibíl

„Við yrðum heimilislaus og það er enginn sem getur komið til móts við okkur. Það er skylda sveitarfélagsins að bjarga svona málum, við erum fjölskylda í neyð en þau segjast ekki geta aðstoðað okkur þrátt fyrir að ég segi þeim að við munum lenda á götunni,“ segir 

„Ég er ráðalaus, ég finn enga lausn en ég mun berjast þangað til ég næ einhverjum árangri. Ég neita að yfirgefa húsið fyrr en ég fæ annað húsnæði, ég veit ég á ekki séns en ég mun gera það barnanna vegna,“ heldur hann áfram en viðurkennir að ástandið taki sinn toll andlega. „Maður

Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf …
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf að flytja út á mánudag að óbreyttu.
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá …
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá því hann var hvolpur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert