Mun berjast barnanna vegna

Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána …
Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána og Kristófer Dag sem er yngstur þeirra bræðra.

<span>„Ég er stadd­ur hérna í bank­an­um að fara að grát­biðja þá um að leyfa mér að fá alla­vega viku í viðbót,“ seg­ir Arka­diuz K. Kujoth þegar blaðamaður nær af hon­um tali. Húsið sem Arka­diuz býr í ásamt konu sinni, Lindu Stein­unni Guðgeirs­dótt­ur og þrem­ur börn­um þeirra sem eru fjög­urra mánaða, tveggja og sex ára, var selt síðastliðinn mánu­dag og hef­ur þeim verið gert að af­henda húslykl­ana næsta mánu­dag, þann 15. sept­em­ber. </​span>

Fjöl­skyld­an unga hef­ur leigt hús­næðið en Arka­diuz, sem jafn­an er kallaður Arek, reyndi að kaupa það þegar eign­in fór á nauðung­ar­sölu. Bauð hann þrjár millj­ón­ir en Lands­bank­inn bauð fimm og Arek gat ekki boðið bet­ur.

„Svo feng­um við ekki að vita neitt meira fyrr en við feng­um bréf í ábyrgðar­pósti síðastliðinn mánu­dag frá bank­an­um þar sem seg­ir að við þurf­um að skila lykl­un­um fyr­ir fjög­ur þar sem bank­inn vill rýma húsið. Ég hringdi og spurði hvort það væri mögu­leiki að fá að halda áfram að leigja það en svarið var nei,“ seg­ir Arek. Hann seg­ir Lands­bank­ann vilja selja hús­næðið en bend­ir á að mörg hús standi auð í Þor­láks­höfn og selj­ist ekki. 

Ættu ekki að geta lifað á tekj­un­um

Arek hef­ur um 198.000 krón­ur í laun eft­ir skatt á mánuði. Linda er at­vinnu­laus en hef­ur full­nýtt rétt sinn til at­vinnu­leys­is­bóta og fær ekki fram­færslu frá sveit­ar­fé­lag­inu þar sem þau eru skráð í sam­búð og ætl­ast er til að laun Areks nægi fjöl­skyld­unni. Þar sem þau búa í litlu sveit­ar­fé­lagi hef­ur þeim einnig verið tjáð að þau muni ekki kom­ast upp með að skrá sig úr sam­búð enda viti starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins að þau búa sam­an. Þau fá sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur og auk launa Areks eru þær einu ráðstöf­un­ar­tekj­urn­ar sem fjöl­skyld­an hef­ur úr að spila. „

Þegar 

Arek tel­ur sig hafa full­reynt öll úrræði. Hjá íbúðalána­sjóði fékk hann þær upp­lýs­ing­ar að hann gæti mest tekið lán upp á fimm millj­ón­ir en hann tel­ur sig hafa lært af bit­urri reynslu að bank­arn­ir muni ávallt yf­ir­bjóða þá upp­hæð. Þegar hann leitaði til sveit­ar­fé­lags­ins var hon­um tjáð að þar væri ekk­ert hægt að gera fyr­ir fjöl­skyld­una og þegar hann að end­ingu leitaði til barna­vernd­ar­nefnd­ar mætti hon­um vel­vilji en ráðal­eysi. 

Þurfa að sofa í sendi­bíl

„Við yrðum heim­il­is­laus og það er eng­inn sem get­ur komið til móts við okk­ur. Það er skylda sveit­ar­fé­lags­ins að bjarga svona mál­um, við erum fjöl­skylda í neyð en þau segj­ast ekki geta aðstoðað okk­ur þrátt fyr­ir að ég segi þeim að við mun­um lenda á göt­unni,“ seg­ir 

„Ég er ráðalaus, ég finn enga lausn en ég mun berj­ast þangað til ég næ ein­hverj­um ár­angri. Ég neita að yf­ir­gefa húsið fyrr en ég fæ annað hús­næði, ég veit ég á ekki séns en ég mun gera það barn­anna vegna,“ held­ur hann áfram en viður­kenn­ir að ástandið taki sinn toll and­lega. „Maður

Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf …
Fjöl­skyld­an býr nú í Heina­bergi 8 í Þor­láks­höfn en þarf að flytja út á mánu­dag að óbreyttu.
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá …
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hef­ur fylgt fjöl­skyld­unni frá því hann var hvolp­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert